Skólavefkerfi - einn grunnur fyrir alla

Skólavefkerfi - einn grunnur fyrir alla

Eitt öflugt skólakerfi (hönnun + forritun) sem byggir á samnýtanlegum einingum fyrir alla leik- og grunnskóla sveitarfélaga. Þarfir fyrir vefsíður skóla eru sambærilegar eða áþekkar (þarfir vefstjóra, kennara, foreldra, nemanda etc) og hægt að hanna grunn sem allir geta nýtt sér (sbr. grunnskólar Reykjavíkur með einn grunn). Eitt öflugt vefkerfi hannað þar sem hægt verður að nýta sömu einingarnar mörgum sinnum, s.s. smíða t.d. fréttaeiningu, dagatal, matseðill, tenglasíður einu sinni sem svo öll bæjarfélög geta nýtt. Hugmynd byggð á því nýta opinn hugbúnað, t.d. wordpress (+ Gutenberg) sem er langvinsælasta vefumsjónarkerfi heims. Ábending: Sparnaður felst í hýsingu, vefumsjónarkerfi og almennri hugbúnaðarþróun almennt og viðhald og endurbætur á einum miðlægum stað. Notendaupplifun foreldra auk þess betri þegar flutt er milli sveitarfélaga, þar sem auðvelt er að finna upplýsingar á sambærilegum síðum. Þar sem byggt væri á opnum hubúnaði geta margir þjónustað þ.a.l. læsist enginni inni hjá einum birgja.

Points

Umsögn og ábending frá stafræna þróunarteymi Sambandsins Tæknilegt flækjustig 🟡 Ávinningur fyrir notendur og bætt þjónusta 🟡 Fjárhagslegur ávinningur fyrir sveitarfélag 🟢

Útskýringar = 🟢 Grænt merkir: Tæknilegt flækjustig lítið Ávinningur fyrir notendur og bætt þjónusta mikil Fjárhagslegur ávinningur fyrir sveitarfélag mikill 🟡 Gult merkir : Tæknilegt flækjustig miðlungs Ávinningur fyrir notendur og bætt þjónusta miðlungs Fjárhagslegur ávinningur fyrir sveitarfélag miðlungs 🟠 Rautt merkir: Tæknilegt flækjustig mikið Ávinningur fyrir notendur og bætt þjónusta lítil Fjárhagslegur ávinningur fyrir sveitarfélag lítill

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information